Byggingastjórn
Byggingastjórn / Verkefnastjórn
Bjóðum verkkaupum og verktökum upp á vandaða verkefnastjórn á bæði stórum og smáum verkefnum
Áratuga reynsla af stjórnun verkefna hér heima og erlendis
Aðstoðum við samningsgerð og innkaup
Höfum starfsleyfi frá Mannvirkjastofnun sem byggingastjórar í flokki I, II og III skv ákvæðum mannvirkjalaga. Byggingastjóra II er heimilt að stjórna framkvæmdum við nýbyggingu, viðhald, breytingu, endurbyggingu og niðurrif vatnsaflsvirkjana, jarðvarmavirkjana og annarra orkuvera, olíuhreinsunarstöðva og vatnsstífla sem falla undir 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum.
Hér má finna nokkur þau verkefni þar sem starfsmaður Verkfræðistofu FHG hefur sinnt starfi staðarstjóra / byggingastjóra. Eins má finna hér verkefni fyrir Hellisheiðarvirkjun þar sem við höfum sinnt starfi öryggisstjóra
Byggingastjórn fyrir verktaka við gerð útrásar úr 600 mm stálpípu fyrir HS orku við Grindavík 2015
Stjórnun öryggismála fyrir verktaka við gerð háþrýstilagnar frá Hverahlíð að stöðvarhúsinu við Kolviðarhól 2015
Byggingastjórn fyrir verktaka við ljúkningu skástagsbrúar yfir Kåfjord, Alta, Finnmörk, Noregi, 2013-2014
Byggingastjórn fyrir verktaka við gerð fjögurra jarðganga, samtals 2,6 km ásamt 5 km af tilheyrandi vegtengingum í Alta, Finnmörk, Noregi, 2011-2014
Byggingastjórn fyrir verktaka við uppsteypu 20 íbúða fjölbýlishúss að Holger danskes vej í Kaupmannahöfn, Danmörk, 2006-2007
Byggingastjórn fyrir verktaka við gerð 11.000 m2, 10 hæða húss að Urðarhvarfi 6, Kópavogi, 2006-2007
Byggingastjórn fyrir verktaka við gerð 18.000 m2 húss Íslenskrar erfðagreiningar 2001. Byggingartími var 11 mánuður.
Byggingastjórn fyrir verktaka við endurgerð Borgartúns 21A, Rvk, 2002.
Byggingastjórn fyrir verktaka við gerð Húss Eflingar við Sætún 1, Rvk, á 10 mánuðum 2000.
Byggingastjórn fyrir verktaka við innréttingar og utanhússklæðningar á Grafarvogskirkju 1999-2000. Kirkjan var vígð 17. júní 2000.
Byggingastjórn fyrir verkkaupa við endurnýjun húsnæðis Grænlensku flugmálastjórnarinnar í Constable Pynt / Mittarfik Nerlerit Inaat á austurströnd Grænlands
Byggingastjórn fyrir verktaka við gerð Flugvallar í Aasiaat, Grænlandi fyrir Grænlensku flugmálastjórnina, 1995-1998. Hér má sjá fyrstu flugvélina sem lenti á þessum flugvelli 17. október 1998.
Byggingastjórn fyrir verkkaupa við gerð Flugstöðvarinnar í Kulusuk, Grænlandi 1994-1995.
Byggingastjórn fyrir verktaka við endurgerð og stækkun fiskverkunar GFI um 3.100 m2 í Nuuk á Grænlandi 1989-1991.
Byggingastjórn fyrir verktaka við gerð Stjórnstöðvar Lansvirkunar í Öskjuhlíð
Byggingastjórn fyrir verktaka við gerð Búsetablokkarinnar við Frostafold 10, Grafarvogi.
Byggingastjórn fyrir verktaka við innréttingar og lokafrágang á Flugstöð Leifs Eiríkssonar 1985-1987.