Listin að gera vel

Þjöppumælingar / Plötupróf

Verkfræðistofa FHG hefur boðið upp á þjöppumælingar frá 2002. Við förum um land allt og mælum. Höfum mælt fyrir sumarhúsum og litlum bílskúrum. Fyrir Háskólanum í Reykjavík, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og tónlistarhúsinu Hörpunni. Fyrir brúm, flugvöllum, vindmyllum, vegum og götum. Sjá nánar hér.

 

Hafðu samband í síma 566 7000 og pantaðu hjá okkur plötupróf / þjöppumælingu

Álagsprófum bergbolta og staura

Verkfræðistofa FHG mælir togþol bergbolta, burðarþol staura (pela) í undirstöðum og eftirspennum víra og kapla í steyptum mannvirkjum. Gerum togpróf á bergboltum, bæði úr kambstáli og hefðbundnum bergboltum. Álagsprófum staura sem reknir eru niður í jörðina og er ætlað að bera hús, brýr og önnur mannvirki. Sjá nánar hér.

 

 

 

 

Hafðu samband í síma 566 7000 og pantaðu hjá okkur álagsprófun á bergbolta og staura

Landmælingar

Bjóðum almennar landmælingar. Útsetningar og verktakamælingar. Verkfræðistofa FHG leigir verktökum og verkkaupum mælingamenn til lengri og skemmri tíma. Sjáum um magnreikninga skv. eigin mælingum og mælingum sem aðrir hafa framkvæmt. Sendu okkur gögn og við reiknum fyrir þig magnið. Sjá nánar hér.

Hafðu samband í síma 566 7000 og pantaðu hjá okkur landmælingar

Útbúum þrívíð líkön fyrir vélstýringar

Hér má sjá nokkur þeirra þrívíðu líkana sem við höfum gert, sjá myndirnar þrjár hér fyrir neðan. Lengst til vinstri er líkan af vegtengingum við hringtorgin á Kaldárselsveginum í Hafnarfiri. Með slíkt líkan í jarðvinnuvélum sést í hvaða hæð og halla landið á að vera þar sem viðkomani tæki er statt hverju sinni. Myndin í miðjunni líkan af frjálsíþróttavelli ÍR í Mjóddinni. Þriðja myndin er af þrívíðu líkani af lóð þar sem hæðarmunur er 8 m, þarna er rampur, hús, fjöldi bílastæða, tröppur, niðurföll og gróðurbeð. Þessi þrívíðu líkön geta verið mjög flókin en um leið ómetanleg hjálpartæki fyrir þá sem eru að koma yfirborðinu í réttar hæðir með gröfum, jarðýtum og heflum. Sjá nánar hér.

Hafðu samband í síma 566 7000 og pantaðu þrívíð líkön fyrir vélstýringar

Við bjóðum hnitasett smákort

Hnitasett smákort, Geo-referenced TIFF Image / GeoTIFF, er TIFF mynd þar sem hver punktur í myndinni geymir innbyggð hnit og hæð í ákveðnu landhnitakerfi. Þessi hnit segja til um það hvar myndin er staðsett miðað við ákveðið landakort, aðal- eða deiliskipulagskort. (Sjá Wikipedia om "Georeferencing" hér)

Þetta þýðir að innbyggt í hnitasetta smákortið er þrívítt líkan af yfirborði þess svæðis sem TIFF myndin sýnir. Slíkt þrívítt líkan má sjá á forsíðu myndinni hér fyrir ofan en hún sýnir þrívítt líkan af nýjum Kaldárselsvegi ásamt þrívíðu punktaskýi af yfirborði svæðisins áður en framkvæmdir hófust. Hér sést vel hvar þarf að fylla og hvar þarf að fjarlægja efni.

Hnitasett smákort eru notuð sem grunnur sem lagður er inn í teikniforrit eins og AutoCad og áþekk forrit. Við getum boðið þessi hnitasettu smákort með ótrúlegri nákvæmni. Hnitasett smákort af yfirborði sem er 1 til 10 hektarar að stærð, slík smákort getum við boðið með nákvæmni upp á +/- 15-25 mm í plani og +/- 20-30 mm í hæð.

Hnitasettu smákortin eru allhiða hjálpartæki við alla hönnun og stærsta framfaraskref á sviði rafrænnar hönnunar frá því BIM kom fram á sjónarsviðið. Sjá nánar hér.

Kortagerð með dróna og GPS landmælingum

Með loftmyndum teknum með flygildi (dróna) í 40 m til 120 m hæð, landmælingum á staðnum og með því að nota sérhæfðan hugbúnað þá er búið til þrívítt líkan af viðkomandi svæði. Bláu fletirnir á myndinni hér við hliðina sýna hvar myndirnar voru teknar þegar við bjuggum til hnitasett smákort af Gullfoss í mai 2016

Hnitasett smákort, Geo referenced TIFF / Geo TIFF

Hér má sjá hnitasett smákort af Austurkór í Kópavogi. Þetta hnitasetta smákort er búið til úr 93 myndum teknum í 120 m hæð. Myndin hefur verið lögð inn í ISN93 landhnitakerfið

Hnitasett smákort, Geo referenced TIFF / Geo TIFF

Hér hefur hnitasett smákort verið lagt undir skipulagskort af hluta af Bryggjuhverfinu í Reykjavík. Allt í ISN93 landhnitakerfinu

Hnitasett smákort, Geo referenced TIFF / Geo TIFF

Hér hefur hnitasett smákort verið lagt inn undir skipulagskort af Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Allt í ISN93 landhnitakerfinu

Hnitasett smákort og grunnmynd af húsi

Á þessari mynd má sjá hnitasett smákort af Vogatungu 84 - 88, í Mosfellsbæ, lóðablað og grunnteikningu af raðhúsinu sem þarna mun rísa. Allt í ISN93 landhnitakerfinu

"Eins og byggt" teikningar

Smæstu atriði í landslagi og mannvirkjum sjást með hnitasettu smákortunum. Þessi kort eru því kjörin þegar gera á "As built" teikninga, hafa eftirlit með framkvæmdum og fylgjast með og staðfesta frágang og gæði. Mynd er frá hnitasettu smákorti og sýnir gangstétt og göngubrú, austan við brúna yfir Úlfarsá, Grafarvogi

Þrívítt myndlíkan á PDF formi

Hér má sjá þrívítt myndlíkan af Gullfoss. Slík líkön á PDF formi afhendum við með hnitasetta smákortinu. Hægt er að skoða þetta líkan og velta upp og niður og þysja inn og út ef notað er t.d. nýjasta útgáfan af Acrobat Reader. Með líkani eins og þessu þá er fljótlegt að átta sig á öllum aðstæðum við fossinn.

Þrívítt þríhyrningslíkan

Þrívíða líkanið sem er innbyggt í hnitasetta smákortið er auðvelt að vinna með ef því er breytt í yfirborð gerðu úr neti þríhyrninga eins og gert er á þessari mynd af Litla laka. Nákvæmni í hverjun hnútpunkt í þessu neti er að jafnaði +/- 15-25 mm í plani og +/- 20-30 mm í hæð. Slík þrívíddarlíkön úr þríhyrningum afhendum við á DXF formi með hnitasetta smákortinu.

Þrívítt þríhyrningslíkan

Nýr heimur opnast þegar hægt er að mæla yfirborð með þeirri nákvæmni sem hnitasettu smákortin bjóða upp á. Ef óhreyft yfirborð er myndað og mælt og það sama gert þegar uppgreftri er lokið er hægt að reikna út það magn sem var fjarlægt með mikilli nákvæmni. Kannski ekki upp á 1 til 2 hjólbörur en ótrúlega nákvæmt samt.

Þrívítt líkan

Hér má sjá þrívítt líkan af Tjarnargíg í Lakagígum. Þessi mynd sýnir myndrænt þær upplýsingar sem liggja í hnitasetta smákortinu þar sem hver punktur er með sitt hnit og sína hæð. Líkanið af Gullfoss hér fyrir ofan er gert úr þéttu neti af þrívíðum punktum í lit. Þetta líkan er hins vegar gert úr grátóna fylltum þríhyrningum.

Punktaský

Hér má sjá glitta í þá milljónir punkta sem mynda þetta hnitasetta smákort. Þessi punktaský eru afhent sem TXT og DXF skrár. Þeir arkitektar sem við höfum unnið fyrir hafa gjarnan valið að nota þessi punktaský á TXT formi sem undirlegg fyrir sína vinnu.

Hæðarlínur

Hér hafa hæðarlínurnar verið lagðar ofaná hnitasetta snákortið, allt í ISN93 landhnitakerfinu

Hæðarlínur

Með því að notast við liti og hæðarlínur sést í hendingskasti hvernig landið liggur

Snið

Enfalt er að taka snið hvar sem er í gegnum hnitasettu smákortin. Gula línan sýnir hvar sniðið á myndinni hér fyrir neðan var tekið.

Snið

Myndin sýnir þversnið af legu landsins þar sem gula línan er á myndinni hér fyrir ofan

Það sem við afhendum gjarnan þegar við gerum hnitasett smákort er eftirfarandi:

Hnitasett smákort, GeoTIF skrá

Þrívítt myndlíkan á PDF formi

Punktaský, DXF, PST eða TXT skrár

Hæðarlínur, 100 cm og 20 cm, DXF skrár

Skýrsla sem skýrir það efni og þær skrár sem afhentar eru

Skýrsla um myndatöku og landmælingar

Hafðu samband í síma 566 7000 og pantaðu hjá okkur hnitasett smákort

Verkefnastjórn

Frá stofnun verkfræðistofunnar 1992, í rúm 30 ár höfum við unnið við stjórnun verkefna á Íslandi, Grænlandi, Danmörku og Noregi fyrir bæði verkkaupa og verktaka. Höfum réttindi sem byggingastjórar í flokki I, II og III skv. ákvæðum mannvirkjalaga.

 

 

Hönnun

Frá stofnun verkfræðistofunnar 1992, í rúm 30 ár höfum við tekið að okkur gerð helstu verkfræðiteikninga, burðarþol, lagnir og loftræstingu.